Landsdómsmálið nr. 3/2011, Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde, var dómtekið 16. mars 2012

Landsdómsmálið nr. 3/2011, Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde, var dómtekið í dag að loknum munnlegum málflutningi, sem var lokaþáttur aðalmeðferðar málsins, en við hana voru einnig teknar munnlegar skýrslur af 40 vitnum auk þess sem skýrsla var tvívegis tekin af ákærða. Samkvæmt 42. gr. laga nr. 3/1963 um Landsdóm skal kveða upp dóm í máli svo fljótt sem við verður komið. Á þessu stigi er ekki fært að áætla hvenær það muni gerast í þessu máli, en um það verður tilkynnt með nokkrum fyrirvara.

Stefnt er að því að opna heimasíðu fyrir Landsdóm fyrir lok þessa mánaðar, sem mun bera heitið www.landsdómur.is. Þar verða birtar úrlausnir, sem þegar hafa gengið í tengslum við fyrrnefnt mál, og verður dómur þar jafnframt birtur eftir að hann hefur verið kveðinn upp. Samkvæmt ákvörðun Landsdóms og með samþykki málsaðila verður að auki veittur þar aðgangur að hljóðritunum af munnlegum skýrslum ákærða og vitna, sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins, svo og að hljóðritunum frá munnlegum flutningi þess.

 

Senda grein

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica