Dómsuppkvaðning

Dómsuppsaga í landsdómsmálinu nr. 3/2011: Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde verður mánudaginn 23. apríl n.k. kl. 14.00 í Þjóðmenningarhúsinu. Í framhaldi af dómsuppkvaðningu verður dómurinn sendur til fjölmiðla með tölvupósti og um 30 mínútum síðar á hann að verða aðgengilegur á heimasíðu Landsdóms.

Ákveðið hefur verið að heimila upptöku á dómsuppsögunni bæði á hljóð og mynd og senda beint út ef óskað er. Fyrirkomulag verður með þeim hætti að einungis verður leyft að hafa einn ómerktan hljóðnema hjá forseta Landsdóms og eina myndavél. Hljóð þarf jafnframt að vera tengt hljóðkerfi hússins. Tveir fjölmiðlar RÚV og Stöð 2 hafa þegar óskað eftir að taka dómsuppsögu upp. Fjölmiðlar verða að koma sér saman um fyrirkomulag upptöku og bera þeir ábyrgð og allan kostnað af henni. Ef fleiri fjölmiðar óska eftir að taka upp hljóð eða mynd þurfa þeir að eiga kost á aðgangi að því.

Þess er óskað að ritara Landsdóms Þorsteini A. Jónssyni verði kynnt fyrirhugað fyrirkomulag upptöku eigi síðar en um hádegi mánudaginn 23. apríl n.k.

Senda grein

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica